Fyrstu dagarnir hér í Uppsala hafa flogið frá mér - en ég ákvað að setjast niður og prufa að blogga, þá væri líka auðveldara fyrir þá sem vilja fylgjast með að heiman að vita hvað ég er að gera af mér :)
... hvort það eru svo fleiri heldur en mamma og pabbi á eftir að koma í ljós ;)
Ég er ennþá að læra inn á búðirnar hér í Svíþjóð ! Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get orðið ótrúlega áttavilt þegar ég versla annars staðar en í minni Krónu búð, svo það er búið að vera skrítið að reyna að læra ekki bara inn á nýjar búðir heldur líka alveg nýtt vöruúrval ...
En ég dembdi mér bara beint í djúpu laugina svo hér er það müsli og filmjölk í morgunmat !
Tók reyndar næstum filmjölk í misgripum fyrir venjulega mjólk í fyrstu búðarferðinni - það hefði verið bömmer þar sem að filmjölkin svipar til súrmjólkurinnar heima ;)
Hingað til hafa dagarnir mínir í Svíþjóð einkennst af miklu rölti fram og til baka um central Uppsala. Ég hef nú þegar fundið nokkrar búðir sem verða mikið stundaðar í vetur og er ein af þeim ótrúlega hugguleg bókabúð á göngugötunni þar sem er meðal annars hægt að fá þessi ótrúlega flottu plaköt.
Á einhverjum tímapunkti í lífinu þarf ég að eignast Harry Potter posterinn þeirra - staðfest !
Ég fékk í dag 2 bls langan spurningarlista úr ónæmisfræði frá kennaranum mínum ásamt skilaboðum um að ef maður gæti ekki svarað öllum spurningunum á listanum ætti maður að nálgast kennslubókina sem fyrst og lesa hana áður en kennsla hefst ....
Fór því og eyddi nánast öllum peningunum mínum í bókabúðinni í dag (kennslubækur eru ekkert ódýrari hér heldur en heima) ... restin fór svo í strætókort.
Fékk samt ekki að prufa nýja flotta UL kortið mitt á leiðinni heim frá Guðný í kvöld þar sem að kerfið þeirra lág niðri, en fékk í staðinn frítt í strætó - námsmaðurinn hatar það ekki ! ;)
En þetta er nú orðið alltof langt hjá mér ! Bless í bili ... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli