Ákvað að henda inn einu bloggi - mest bara til þess að fólk viti að ég er á lífi. Ég er það. Rétt svo!
Væri líklegast dáin úr leiðindum ef ég ætti ekki Guðný vinkonu að, hef fengið að eyða miklum tíma á sófanum hennar síðustu daga <3 svo gefur hún mér líka að borða og svona - bjargvættur.is ;)
Ég er byrjuð að lesa kennslubókina mína í ónæmisfræði - þori ekki öðru eftir þennan spurningarlista sem ég talaði um í síðasta bloggi ! Gat alveg ekki svarað neinu ... en við reddum því núna áður en önnin byrjar á mánudaginn.
Svo á ég líka fallegustu krummabollana í bænum! Eru ekki allir að sjá hann á myndinni? Voru kveðjugjöf frá mér til mín, keyptir þegar ég var á Akureyri í síðasta sinn fyrir flutninga.
Ég stunda kaffihúsin hér í Uppsala grimmt þessa dagana! Tel það heilaga skildu mína nú við flutninga til Svíþjóðar að fara all in í menninguna og fika á hverjum degi. Enn þá meiri skilda að fá sér kanelbulle með kaffinu - enda eru þeir top nice góðir sko !
Varð mjög stolt í dag þegar mér tókst að komast í gegnum heila afgreiðslu án hjálpar og án þess að nokkur væri á undan mér í röðinni á sænsku :) litlir sigrar sko ...
Annars hefur nákvæmlega ekkert skeð ! En á laugardaginn er ég að fara í skoðunarferð á vegum skólans sem ég er mjög spennt fyrir - hendi í, vonandi, mun meira spennandi blogg þá ! ;)
Hej då
Engin ummæli:
Skrifa ummæli