þriðjudagur, 22. september 2015

Dagur í lífi regnhlífar

Lífið gengur sinn vanagang hér í Uppsala, kominn mánuður síðan ég flutti og ég er ekki frá því að lífið sé að verða komið í einhverskonar rútínu.

Í dag var rigning og notaði ég tækifærið til að prufukeyra nýju regnhlífina mína, ég veit ekki hvað það er en ég er komin með einhverja undarlega þráhyggju fyrir regnhlífum síðan ég áttaði mig á því (og bloggaði um) að það væru allir með þannig að hér væru þær algjörlega málið.


Svona var útsýnið undan reghnlífinni minni þegar ég gekk heim í kvöld ! Ég vildi að þið hefðuð getað séð hvað ég var fín og stórborgaraleg á leið heim úr búðinni með svarta regnhlíf og fjölnota innkaupa poka í stíl - en þar sem ég hafði engan til að taka mynd af mér þá verðið þið að láta ykkur þessa furðulegu mynd af malarstígnum hjá sjúkrahúsinu duga ;)


Litlu hlutirnir í lífinu sko ! Ég hef verið að eyða miklum tíma með Guðný og Axel síðan ég flutti út, veit bókstaflega ekki hvar ég væri án þeirra <3 og gærdagurinn var engin undantekning.
Kíkti í ræktina eftir skóla með Guðný og var svo eitthvað eirðarlaus í mér um kvöldið svo ég hoppaði upp í strætó og kíkti í kvöldheimsókn. 
Tókum yatzy - og haldið þið ekki að mín hafi rústað því og fengið sexu-yatzy í fyrsta skipti í skrilljón ár ! ... ætla að lifa á þessu kasti allavega út vikuna ;) 

Annars er bara brjálað að gera í skólanum og lífið snýst voðalega mikið um það að komast í gegnum skóladaginn og að sofa. Er búin að vera endalaust þreytt og búin að sofa mikið síðan ég flutti ! 

En þar til næst - hejdå

Engin ummæli:

Skrifa ummæli