Var búin að ákveða að fara ekki að sofa fyrr en ég væri búin að þurrka af íbúðinni ... svo ákvað auðvitað í framhaldi af því að fara ekki að þurrka af fyrr en ég væri búin að henda inn nokkrum línum hér ;) þarf sko að óhreinka tuskurnar fyrir 7:00 í fyrramálið því þá á ég þvottahúsið!
Skólinn er byrjaður ! Það fer alveg að koma að því að ég átti mig á því að ég sé í alvöruni orðin Masters nemi !!! Auðvitað var hent í lyftu selfie á leiðinni í skólann fyrsta daginn ;)
Kaffibauna leggings og kaffi frá Kaffitár - það klikkar ekki þegar maður er stressaður ! <3
Er svona smátt og smátt farin að kynnast krökkunum í bekknum mínum örlítið. Við erum frekar mörg, rúmlega 30, með ótrúlega mismunandi bakgrunna og frá mismunandi löndum.
Auðvitað flestir frá Svíþjóð en svo erum við frá Íslandi, Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Mexíkó, Kólumbíu, Slóvakíu, Frakklandi, Grikklandi, Egyptalandi og ég veit ég er að gleyma einhverjum ! Sem gerir þetta náttúrulega bara enn skemmtilegra og enn áhugaverðara nám - enda þekkja smitsjúkdómar engin landamæri ;)
Ég fór á fætur snemma í morgun, skellti mér í Ketilbjöllu tíma klukkan 7:30 eftir andvöku nótt ...
... í grenjandi rigningu - geri aðrir betur!
Íhugaði að taka mont mynd, en ef það eru ekki lög sem banna að taka myndir af fólki eins og mér fyrir og eftir morguntíma í ræktinni, þá ættu þau allavega að vera til staðar - svo þið sleppið við það.
En rigningin ! Hér rignir fyrir allan peninginn, eins og hellt úr fötu - sænska haustið mætt á svæðið.
Þemað í Uppsala í dag var því regnhlífar - ég þarf að eignast þannig, það er alveg efst á innkaupalistanum í augnablikinu.
Ekki það að mér hefur alltaf þótt regnhlíf svo skrítið hugtak, enda virka þær ekkert heima, en hér eru allir með þær - fólk hjólar alveg með þær. Svo ég var creepy Íslenska stelpan sem hljóp um með drukknandi iPhone og tók myndir af mismunandi fólki með regnhlífar ...
En rigning og ketilbjöllur kallar bara á eitt ! Heitt súkkulaði eftir pappírs stúss í bænum <3 :)
Hej då
Ohhh væri til í að vera með þér
SvaraEyðaVæri ég til í að hafa þig og strákana mína hér ;* þurfum að taka Skype date sem allra fyrst ! :D
Eyða