laugardagur, 19. september 2015

Frekar mikið um ekkert

Ákvað að henda inn stuttri færslu svona á laugardegi, láta vita að ég er á lífi hér í Svíþjóð.
Veit ekki alveg hvað ég á að skrifa um samt, síðasta vikan hefur liðið í smá móki:
Ég sef, vakna, mæti í skólann, kem mér í gegnum restina af deginum og endurtek. 


Hlusta mikið á þetta lag þessa dagana, það poppaði upp á "Veckans tips" á Spotify hjá mér í vikunni sem ég flutti hingað út, meira viðeigandi en flest önnur á þessum tímapunkti í lífinu.

Flaug heim um síðustu helgi í afmælisfögnuð hjá pabba og Sigga frænda. 
Lítið sofið en mikið ferðast þá helgina ! Er enn að hlaða batteríin, bæði líkamlega og andlega, tók mun meira á heldur en ég hafði búið mig undir svo það var mjög þreytt og buguð lítil sál sem fór að sofa um kvöldmatarleitið á mánudeginum hér í Uppsala.


Ætla einblína á allar góðu stundirnar frá helginni :) ég veit ekki alveg hvar Baldur faldi sig þegar við skelltum í eina grettu selfie systurnar með mömmu og pabba á laugardagskvöldinu, kannski að haga sér eins og maður fyrir restina af okkur ;) en mér þykir allavega mjög vænt um þessa mynd <3 það sem ég er heppin með fjölskyldu :D elska þessi svo endalaust mikið !


Eins og ég sagði í upphafi hef ég gert lítið annað heldur en að sofa, mæta í tíma og liggja á sófanum hjá Guðný að leika við Lóu vinkonu mín þess á milli ... ákvað samt þegar ég vaknaði í morgun að það gengi ekki til lengdar ! Svo að þegar Guðný sendi mér skilaboð um að það hefðu losnað pláss í morguntíma í spinning þá skelltum við okkur saman þangað og er ég nú komin í náttföt heima alveg búin á því eftir daginn að reyna að vinna upp heimalærdóm fyrir næstu viku :)

Þar til næst ... hejdå 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli