Lífið er smátt og smátt að komast í rútínu hér í Uppsala, veit samt í alvöru ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Guðný og Axel að ! Rútínan mín felur vandræðalega mikið í sér að eyða sem mestum tíma utan skóla með þeim og Lóu, litlu vinkonu minni :) en ég kvarta ekki ! Ég er bara rosa þakklát að eiga svona góða vini sem standa við bakið á mér og gera allt sem þau geta til að gera flutningana til Svíþjóðar ein þægilega og hnökralausa fyrir mig og mögulega.
Við tökum fika mjög alvarlega hér í Uppsala ! Það gladdi því hjartað mitt óendanlega þegar við fórum á kaffihús um síðustu helgi og við Guðný fundum okkur pönnukökur með sultu og rjóma ! <3
Næstum því eins og að vera komin heim bara :)
Það gladdi hjartað mitt þó ennþá meira (ótrúlegt en satt!) þegar ég fann mér miða á Skálmöld í Stokkhólmi í byrjun desember ! :D Þangað til í síðustu viku hafði ég aldrei heyrt um hljómsveitina sem þeir eru að fara spila með, en ég hef hlustað mjög mikið á Eluveitie síðustu vikuna og er orðin gjörsamlega húkt ! 1. desember getur ekki komið nógu snemma !!! :D
Annars er þessi mynd mjög lýsandi fyrir líf mitt þessa dagana ... læri læri læri ... ónæmisfræði BUGUN á háu stigi í gangi í augnablikinu - en vonandi kvikna nokkur ljós þegar ég næ að lesa lengra inn í bókina ;) annars veit ég ekki alveg hvað ég geri !
En þangað til næst ...
Hejdå
Hæ!!!
SvaraEyðaVildi bara skilja eftir smá ummerki ;D Mjög skemmtilegt að lesa bloggið þitt og gaman að fylgjast með þér elsku Nína:* ps: espresso house, ég eeeelska það. Súkkulaðibollurnar eru ehv sem þú VERÐUR að smakka!
*Knús á þig frá mér.
Dísúsh, gleymdi mér aðeins!
SvaraEyðakveðja,
Hrundsa litla.