mánudagur, 30. nóvember 2015

Du låter som en finlandssvensk

Það er allt á uppleið hér í Uppsala síðan ég skrifaði síðustu færslu ! 
"Du låter som en finlandssvensk" er jú allan daginn miklu betra heldur en "Är du dansk?"
Næst þegar ég nenni að setjast niður og skrifa færslu hér verður það til að segja ykkur ég tali sænsku eins og innfædd og enginn heyri muninn ;) 


Fékk þetta bréf einmitt með póstinum í dag sem staðfestir þessi, mögulega alltof háleitu, plön mín :D
Byrja á sænsku námskeiði, tvö kvöld í viku, frá og með næsta mánudegi ! 
Fer beint í kurs D i svenska för invandrare, sem er fyrir þá sem ekki þekkja til SFI loka kúrsinn þeirra ... (enda myndi ég ná prófinu "þykist geta talað sænsku" með hæstu einkunn) ...
fannst ég hafa alltof lítið að gera nefnilega, svona 2 vikum fyrir lokapróf og 20 dögum fyrir heimferð 



Annars kom fyrsti snjórinn óvænt í Uppsala í nótt ! <3 Það beið mín mynd á snapchat af elsku Lóu minni að skoða snjóinn í fyrsta skipti þegar ég vaknaði og ég veit þið getið ekki trúað því hvað ég var fljót framúr og út í glugga til að staðfesta það væri í raun og veru hvít jörð !!!

Er farin að ganga í fyrsta skipti síðan ég var barn með húfu, vettlinga og trefil ! Toppið það ! 
Verst að ég hef aldrei notað trefil á ævinni, svo nú ligg ég yfir "how to tie a scarf" á youtube til að reyna læra það ... nú hrista einhverjir hausinn og halda ég sé að grínast, en nei, þetta er það sem skeður þegar manneskja með tískuvitund á við flóðhest notar ekki google og youtube:


Svona neyddist manneskjan sem fór beint í ræktina úr skólanum, handklæðislaus, án þess að hugsa í hverju hún væri og í hvað hún væri að fara til að labba heim. 
... kvartbuxur og háhælaðir kuldaskór ... rosa smart ... 

Stundum langar mig að gráta þegar ég hugsa um hvernig ég klæði mig svona dagsdaglega, en svo man ég að ég er sameindalíffræðingur með lestur og tölvuleiki sem mín aðal áhugamál svo að fólk er ekkert að búast við miklu til að byrja með ... ;)


Enda er lífið líka svo miklu betra þegar maður er giftur náttfötunum sínum, kann ekki að meika sig, tekur upp pósurnar eftir litlu systur sinni og veit það er allavega mánuður síðan það var komið deadline á klippingur og litun :D 

Annars þangað til næst (og ef það verður ekkert næst þá vitið þið að ég týndist í minni fyrstu lestarferð innan Stokkhólms ein á morgun!) ... hejdå ;* 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli